5.FRÁBENDINGAR
Engar.
6.AUKAVERKANIR
Í klínískum rannsóknum er mjög algengt að lítilsháttar, tímabundin hækkun á líkamshita (≤ 1°C) komi fyrir í nokkra daga eftir bólusetningu og geta sumir hvolpar sýnt minni virkni og/eða minnkaða
matarlyst. Í klínískum rannsóknum er mjög algengt að lítill bólguhnútur á stungustað (≤ 4 cm), sem stundum er þéttur og aumur viðkomu, sjáist tímabundið. Öll slík bólga hverfur eða minnkar verulega innan 14 daga frá bólusetningu.
Örsjaldan hefur verið greint frá klínískum einkennum ónæmismiðlaðs blóðlýsublóðleysis, ónæmismiðlaðrar blóðflagnafæðar eða ónæmismiðlaðrar fjölliðagigtar. Örsjaldan geta tímabundin bráð ofnæmisviðbrögð komið fyrir. Slík viðbrögð geta þróast yfir í alvarlegra ástand (bráðaofnæmi) sem getur verið lífshættulegt. Ef slík viðbrögð verða er mælt með viðeigandi meðferð.
Tíðni aukaverkana er skilgreind samkvæmt eftirfarandi:
-Mjög algengar (aukaverkanir koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 dýrum sem fá meðferð)
-Algengar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 100 dýrum sem fá meðferð)
-Sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 1.000 dýrum sem fá meðferð)
-Mjög sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 10.000 dýrum sem fá meðferð)
-Koma örsjaldan fyrir (koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 10.000 dýrum sem fá meðferð, þ.m.t. einstök tilvik).
Gerið dýralækni viðvart ef vart verður einhverra aukaverkana, jafnvel aukaverkana sem ekki eru tilgreindar í fylgiseðlinum eða ef svo virðist sem lyfið hafi ekki tilætluð áhrif.
7.DÝRATEGUND(IR)
Hundar.
8.SKAMMTAR FYRIR HVERJA DÝRATEGUND, ÍKOMULEIÐ(IR) OG AÐFERÐ VIÐ LYFJAGJÖF
Til notkunar undir húð.
Gefa á hundum frá 6 vikna aldri tvo 1 ml skammta af bóluefninu með 4 vikna millibili.
Bólusetningaráætlun:
Frumbólusetning: Gefa má fyrri skammtinn á 6 til 9(*) vikna aldri og seinni skammtinn á 10 til 13 vikna aldri.
Endurbólusetning: Endurbólusetja á hunda árlega með einum 1 ml skammti af bóluefni.
(*) Ef mótefnagildi hjá móður er hátt er mælt með fyrri skammtinum við 9 vikna aldur.
Við samtímis notkun með Canigen bóluefnum, þar sem notkun þeirra er leyfð, skal blanda 1 skammt af Canigen bóluefni frá sama markaðsleyfishafa (eða dótturfélagi) sem inniheldur þætti úr hundafársveiru af Onderstepoort stofni, hundaadenóveiru af tegund 2 af Manhattan LPV3 stofni, hundaparvóveiru af stofni 154 og/eða hundaparainflúensuveiru af Cornell stofni við 1 skammt (1 ml) af Canigen L4. Blandaða bóluefnið skal vera við herbergishita (15°C – 25°C) áður en það er gefið undir húð.