Cardalis (benazepril hydrochloride /spironolactone) – Samantekt á eiginleikum lyfs - QC09BA07

Updated on site: 08-Feb-2018

Nafn lyfs: Cardalis
ATC: QC09BA07
Efni: benazepril hydrochloride /spironolactone
Framleiðandi: Ceva Santé Animale

Efnisyfirlit

1.HEITI DÝRALYFS

Cardalis 2,5 mg/20 mg tuggutöflur fyrir hunda

Cardalis 5 mg/40 mg tuggutöflur fyrir hunda

Cardalis 10 mg/80 mg tuggutöflur fyrir hunda

2. INNIHALDSLÝSING

Hver tuggutafla inniheldur:

Virk innihaldsefni:

 

Benazepríl

Spírónólaktón

 

hýdróklóríð (HCl)

(spironolactone)

 

(benazepril HCl)

 

Cardalis 2,5 mg/20 mg töflur

2,5 mg

20 mg

Cardalis 5 mg/40 mg töflur

5 mg

40 mg

Cardalis 10 mg/80 mg töflur

10 mg

80 mg

Hjálparefni:

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Tuggutafla.

Brúnar, bragðbættar, aflangar tuggutöflur með deiliskoru.

Töflunum má skipta í tvo jafnstóra hluta.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Dýrategundir

Hundar.

4.2Ábendingar fyrir tilgreindar dýrategundir

Til meðferðar við hjartabilun af völdum langvinns hjartalokuhrörnunarsjúkdóms hjá hundum (með þvagræsingu eftir því sem við á).

4.3Frábendingar

Gefið ekki hvolpafullum eða mjólkandi tíkum (sjá kafla 4.7).

Gefið ekki hundum sem notaðir eru til undaneldis eða eru ætlaðir til undaneldis.

Gefið ekki hundum sem eru með vanstarfsemi nýrnahettubarkar (hypoadrenocorticism), blóðkalíumhækkun eða blóðnatríumlækkun.

Gefið ekki hundum með skerta nýrnastarfsemi, samhliða bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID). Gefið ekki dýrum sem hafa ofnæmi fyrir ACE-hemlum eða einhverju hjálparefnanna.

Gefið ekki við hjartaútfallsbilun af völdum ósæðarlokuþrengsla eða lungnaslagæðaþrengsla.

4.4Sérstök varnaðarorð

Engin.

4.5Sérstakar varúðarreglur við notkun

Sérstakar varúðarreglur við notkun hjá dýrum

Leggja skal mat á nýrnastarfsemi og sermisþéttni kalíums áður en meðferð hefst með benazepríli og spírónólaktóni, sérstaklega hjá hundum sem gætu verið með vanstarfsemi nýrnahettubarkar, blóðkalíumhækkun eða blóðnatríumlækkun. Ólíkt því sem gerist hjá mönnum, varð ekki vart við aukna tíðni blóðkalíumhækkunar í klínískum rannsóknum á þessari lyfjasamsetningu hjá hundum. Samt sem áður er mælt með reglulegu eftirliti með nýrnastarfsemi og sermisþéttni kalíums hjá hundum með skerta nýrnastarfsemi, vegna þess að þeir gætu verið í aukinni hættu á blóðkalíumhækkun meðan á meðferð með þessu lyfi stendur.

Vegna and-andrógenáhrifa spírónólaktóns, er ekki mælt með því að dýralyfið sé gefið hundum sem ekki hafa tekið út fullan vöxt.

Afturkræf rýrnun blöðruhálskirtils hjá ógeltum hundum sem fengu spírónólaktón í ráðlögðum skömmtum í rannsókn á öryggi lyfsins hjá hundum.

Nota skal lyfið með varúð hjá hundum með skerta lifrarstarfsemi vegna þess hve mjög spírónólaktón umbrotnar í lifur.

Sérstakar varúðarreglur fyrir þann sem gefur dýrinu lyfið

Þeir sem hafa ofnæmi fyrir benazepríli eða spírónólaktóni skulu forðast snertingu við lyfið.

Þungaðar konur skulu gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir inntöku lyfsins fyrir slysni vegna þess að ACE-hemlar geta haft áhrif á fóstrið.

Inntaka fyrir slysni, einkum hjá börnum, getur leitt til aukaverkana svo sem syfju, ógleði og uppkasta og niðurgangs, og húðútbrota.

Ef sá sem annast lyfjagjöf tekur dýralyfið inn fyrir slysni, skal tafarlaust leita til læknis og hafa meðferðis fylgiseðil eða umbúðir dýralyfsins.

Þvoið hendur eftir notkun.

4.6Aukaverkanir (tíðni og alvarleiki)

Í aukaverkanatilkynningum eftir markaðssetningu hefur örsjaldan verið greint frá uppköstum.

Tíðni aukaverkana er skilgreind samkvæmt eftirfarandi:

-Mjög algengar (aukaverkanir koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 dýrum sem fá meðferð)

-Algengar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 100 dýrum sem fá meðferð)

-Sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 1.000 dýrum sem fá meðferð)

-Mjög sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 10.000 dýrum sem fá meðferð)

-Koma örsjaldan fyrir (koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 10.000 dýrum sem fá meðferð, þ.m.t. einstök tilvik)

4.7Notkun á meðgöngu, við mjólkurgjöf og varp

Notið hvorki á meðgöngu né handa mjólkandi dýrum. Við rannsóknir á benazepríli komu fram eiturverkanir á fóstur (vansköpun á þvagrás fósturs) hjá tilraunadýrum (rottum) sem fengu skammta sem höfðu ekki eiturverkanir á móður.

4.8Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Fúrósemíð hefur verið notað samtímis þessari samsetningu af benazepríl hýdróklóríði og spírónólaktóni handa hundum með hjartabilun, án nokkurra klínískra vísbendinga um milliverkanir.

Samhliðanotkun dýralyfsins með öðrum blóðþrýstingslækkandi efnum (t.d. kalsíumgangalokum, β-blokkum eða þvagræsilyfjum), svæfingarlyfjum eða slævandi lyfjum getur mögulega valdið blóðþrýstingslækkandi samlegðaráhrifum.

Samhliðanotkun dýralyfsins með öðrum kalíumsparandi lyfjum (t.d. β-blokkum, kalsíumgangalokum, angíótensínviðtakablokkum) getur mögulega leitt til blóðkalíumhækkunar (sjá kafla 4.5).

Samhliðanotkun bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID), með þessu dýralyfi, getur dregið úr blóðþrýstings- lækkandi áhrifum, natríumræsandi áhrifum og aukið sermisþéttni kalíums. Þess vegna ætti að fylgjast náið með hundum sem fá slík lyf samhliða þessu dýralyfi og tryggja næga vökvagjöf.

Ef deoxýkortikósterón er gefið með þessu dýralyfi getur dregið nokkuð úr natríumræsingu (minnkaður útskilnaður natríums í þvagi) af völdum spírónólaktóns.

Spírónólaktón dregur úr brotthvarfi dígoxíns og eykur þar með plasmaþéttni dígoxíns. Vegna þess að lækningalegur stuðull dígoxíns er mjög þröngur, er ráðlegt að fylgjast náið með hundum sem fá bæði dígoxín og blöndu af benazepríl hýdróklóríði og spírónólaktóni.

Spírónólaktón getur valdið bæði örvun og hömlun á cýtókróm P450 ensímum og gæti haft áhrif á umbrot annarra lyfja sem nýta þessar umbrotaleiðir. Því skal nota lyfið með varúð samhliða öðrum dýralyfjum sem örva, hamla eða umbrotna fyrir tilstilli þessara ensíma.

4.9Skammtar og íkomuleið

Þetta samsetta lyf á eingöngu að nota handa hundum sem þurfa að fá bæði virku efnin í lyfinu samtímis og í þessum staðlaða skammti.

Til inntöku.

Cardalis tuggutöflur á að gefa hundinum einu sinni á dag í skammtinum benazepríl hýdróklóríð 0,25 mg/kg líkamsþyngdar og spírónólaktón 2 mg/kg líkamsþyngdar, í samræmi við skammtatöfluna hér fyrir neðan.

Töflurnar skal gefa með fóðri, annaðhvort blandað í litlu magni af fóðri fyrir stærstu fóðurgjöf dagsins eða með fóðrinu sjálfu. Töflurnar innihalda nautabragðefni til að auka bragðgæði og í vettvangsrannsókn sem gerð var hjá hundum með langvinnan hjartalokuhrörnunarsjúkdóm átu þeir töflurnar sjálfviljugir og að fullu í 92% tilvika við gjöf með eða án fóðurs.

Líkamsþyngd

 

Styrkleiki og fjöldi taflna sem gefinn er:

hunds (kg)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Cardalis

 

Cardalis

Cardalis

 

 

2,5 mg/20 mg

 

5 mg/40 mg

10 mg/80 mg

 

 

tuggutöflur

 

tuggutöflur

tuggutöflur

2,5 - 5

½

 

 

 

 

5 - 10

 

 

 

 

10 - 20

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

20 - 40

 

 

 

 

 

40 - 60

 

 

 

 

 

1 + ½

60 - 80

 

 

 

 

 

4.10 Ofskömmtun (einkenni, bráðameðferð, móteitur), ef þörf krefur

Skammtaháðar aukaverkanir (sjá kafla 4.6) komu fram eftir að heilbrigðum hundum var gefinn allt að tífaldur ráðlagður skammtur (benazepríl hýdróklóríð 2,5 mg/kg líkamsþyngdar og spírónólaktón

2 mg/kg líkamsþyngdar).

Dagleg ofskömmtun hjá heilbrigðum hundum, það er 6 sinnum (benazepríl hýdróklóríð 1,5 mg/kg líkamsþyngdar og spírónólaktón 12 mg/kg líkamsþyngdar) og 10 sinnum (benazepríl hýdróklóríð 2,5 mg/kg líkamsþyngdar og spírónólaktón 20 mg/kg líkamsþyngdar) ráðlagður skammtur, leiddi til lítils háttar skammtaháðrar lækkunar á rúmmáli rauðra blóðfruma. Hins vegar var lækkunin tímabundin, rúmmál rauðra blóðkorna var enn innan eðlilegra marka og niðurstöðurnar voru ekki taldar hafa klíníska þýðingu. Skammtaháð en hófleg lífeðlisfræðileg ofstækkun hnoðrabeltis (zona glomerulosa) í nýrnahettum var líka merkjanleg í skömmtum sem voru a.m.k. 3 sinnum stærri en ráðlagður skammtur. Þessi ofstækkun virðist ekki tengjast neinni meingerð og mátti merkja að hún gekk til baka þegar meðferð var hætt.

Ekkert sértækt mótefni er til og engin sértæk meðferð ef hundi eru fyrir slysni gefnar of margar Cardalis tuggutöflur. Þess vegna er ráðlagt að framkalla uppköst og framkvæma svo magaskolun (í samræmi við áhættumat) og fylgjast svo með blóðsöltum. Meðferð í samræmi við einkenni, t.d. vökvagjöf skyldi einnig veitt.

4.11 Biðtími fyrir afurðanýtingu

Á ekki við.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

Flokkun eftir verkun: Lyf með verkun á renín-angíótensínkerfið, ACE-hemlar, í blöndum. ATCvet flokkur: QC09BA07.

5.1Lyfhrif

Spírónólaktón og virk umbrotsefni þess (þ.m.t. 7-α-tiometyl-spírónólaktón og canrenon) virka sem sértækir aldósterón-blokkar með samkeppnisbindingu við saltsteraviðtaka í nýrum, hjarta og blóðæðum. Í nýrum hamlar spíranólaktón minnkuðum útskilnaði natríums af völdum aldósteróns, sem leiðir til aukins útskilnaðar natríums og þar með aukins útskilnaðar vatns og minni útskilnaðar kalíums. Þessu fylgir minnkað utanfrumurúmmál sem dregur úr hjartafylliþrýstingi og þrýstingi í vinstri gátt. Niðurstaðan er bætt hjartastarfsemi. Í hjarta og æðakerfinu kemur spírónólaktón í veg fyrir skaðleg áhrif aldósteróns. Aldósterón veldur trefjun í hjartavöðva, vefjabreytingum (remodelling) í hjartavöðva og æðakerfi og vanstarfsemi innanþekju, en verkunarmátinn er ekki nákvæmlega þekktur. Með rannsóknum á hundum var sýnt fram á að langtímameðferð með aldósterón-blokka kemur í veg fyrir að bilun í vinstri slegli ágerist og hægir á vefjabreytingum í vinstri slegli hjá hundum með langvarandi hjartabilun.

Benazepríl hýdróklóríð er forlyf sem umbrotnar fyrir tilstilli vatnsrofs in vivo í virka umbrotsefnið benazeprílat. Benazeprílat er mjög öflugur og sértækur ACE-hemill sem kemur í veg fyrir umbreytingu óvirks angíótensíns I í virkt angíótensín II. Þar með hamlar það áhrifum angíótensíns II, þ.m.t. þrengingu bæði slagæða og bláæða og minnkuðum útskilnaði natríums og vatns um nýru.

Lyfið veldur langvarandi hömlun á ACE virkni í plasma hjá hundum, með meira en 95% hömlun við hámarksáhrif og umtalsverða virkni (>80%) sem varir í 24 klst. eftir lyfjagjöf.

Samsetning spírónólaktóns og benazepríls er gagnleg vegna þess að bæði efnin hafa áhrif á renín- angíótensín-aldósterónkerfið (RAAS) en á mismunandi stigum í ferlinu.

Með því að koma í veg fyrir myndun angíótensíns-II, hamlar benazepríl skaðlegum áhrifum æðaþrengingar og örvun aldósterónseytingar. Hins vegar er aldósterónseytingu ekki að öllu leyti stýrt af ACE-hemlum vegna þess að angíótensín-II nýmyndast einnig eftir ACE-ótengdum leiðum, t.d. fyrir tilstilli chymasa (fyrirbæri sem kallast „aldósteróngegnumbrot“). Seyting aldósteróns getur einnig örvast fyrir tilstilli annarra þátta en angíótensíns-II, t.d. K+ aukningar eða ACTH. Til að ná fram frekari hömlun á skaðlegum áhrifum RAAS ofvirkni sem kemur fram við hjartabilun, er þess vegna ráðlagt að nota aldósterón-blokka, t.d. spírónólaktón, samhliða ACE-hemlum til að koma sérstaklega í veg fyrir verkun aldósteróns (óháð uppruna þess), með samkeppnisandverkun á saltsteraviðtaka. Klínískar rannsóknir á lifunartíma sýndu fram á að þetta samsetta lyf bætti lífslíkur hunda með hjartabilun og var 89% minnkun á hlutfallslegri áhættu á dauða af völdum hjartasjúkdóms hjá hundum sem voru meðhöndlaðir með spírónólaktóni ásamt benazepríli (sem hýdróklóríð) samanborið við hunda sem voru meðhöndlaðir með benazeprili (sem hýdróklóríð) einu og sér (dánartíðni var skilgreind sem dauði eða aflífun vegna hjartabilunar). Einnig dró hraðar úr hósta og geta jókst hraðar, ásamt því að hósti, hjartahljóð og matarlyst versnaði hægar.

Lítið eitt aukin blóðþéttni spírónólaktóns getur mælst í dýrum í meðferð. Þetta er talið vera vegna ræsingar á endurgjafarkerfi án klínískra afleiðinga. Fram getur komið skammtaháð ofstækkun hnoðrabeltis(zona glomerulosa) í nýrnahettum við stóra skammta. Í vettvangsrannsókn sem var gerð hjá hundum með langvinna hjartalokuhrörnunarsjúkdóma reyndist meðferðarheldni góð hjá 85,9%

hundanna (90% af töflum sem var ávísað voru gefnar með góðum árangri) á þriggja mánaða tímabili.

5.2Lyfjahvörf

Upplýsingar um lyfjahvörf spírónólaktóns byggjast á umbrotsefnum þess, vegna þess að móðurefnið er óstöðugt við efnagreiningar.

Frásog

Eftir að spírónólaktón var gefið hundum með inntöku var sýnt fram á að umbrotsefnin þrjú náðu gildi frá 32% upp í 49% af gefnum skammti. Fóður eykur aðgengi upp í 80 til 90%. Eftir inntöku 2 til

4 mg/kg, eykst frásog línulega yfir skammtabilið.

Eftir endurtekna skammta til inntöku, þar sem gefin voru 2 mg af spírónólaktón fyrir hvert kg líkamsþunga (með 0,25 mg af benazepríl hýdróklóríði fyrir hvert kg líkamsþunga) 7 daga í röð, sést engin uppsöfnun. Við jafnvægi var meðaltal Cmax 324 μg/l og 66 μg/l fyrir aðalumbrotsefnin, 7-α-tiometyl-spírónólaktón og canrenon, 2 og 4 klst. eftir skömmtun, í þeirri röð. Jafnvægi næst á degi 2.

Eftir að benazepríl hýdróklóríð er gefið með inntöku, næst hámarksgildi benazepríls hratt og lækkar aftur hratt vegna þess að lyfið umbrotnar að hluta til í benazeprílat fyrir tilstilli lifrarensíma. Afgangurinn samanstendur af óbreyttu benazepríli og vatnssæknum umbrotsefnum. Altækt aðgengi benazepríls er ófullkomið vegna ófullkomins frásogs og umbrota í fyrstu umferð um lifur. Enginn umtalsverður munur er á lyfjahvörfum benazeprílats þegar benazepríl (sem hýdróklóríð) er gefið fastandi hundum eða eftir fóðurgjöf.

Eftir endurtekna skammta til inntöku, þar sem gefin voru 0,25 mg benazepril hýdróklóríði fyrir hvert kg líkamsþyngdar (með 2 mg spírónólaktón fyrir hvert kg líkamsþyngdar) 7 daga í röð, náðist hámarksþéttni benazeprílats (Cmax sem var 52,4 ng/ml) þegar Tmax var 1,4 klst.

Dreifing

Dreifingarrúmmál 7-α-tiometyl-s-spírónólaktóni og canrenons er að meðaltali u.þ.b. 153 lítrar og 177 lítrar, í þeirri röð. Meðaldvalartími umbrotsefnanna er á bilinu 9 til 14 klst. og þau dreifast helst í meltingarveginn, nýru, lifur og nýrnahettur.

Benazepríl og benazeprílat dreifast hratt, sérstaklega til lifrar og nýrna.

Umbrot

Spírónólaktón umbrotnar hratt og að fullu í lifrinni í virku umbrotsefnin, 7-α-tioómetyl-spírónólaktón og canrenon, sem eru aðalumbrotsefnin hjá hundum. Eftir að spírónólaktón (2 mg/kg líkamsþyngdar) og benazepríl hýdróklóríð (0,25 mg/kg líkamsþyngdar) voru gefin samtímis, var endanlegur helmingunartími (t½) í plasma 7 klst. og 6 klst. fyrir canrenon og 7-α-tiometyl-spírónólaktón, í þeirri röð.

Þéttni benazeprílats minnkar í tveimur fösum: í fyrri og hraðari fasanum verður brotthvarf óbundins lyfs, en í síðari fasanum losnar benazeprílat sem var bundið ACE, fyrst og fremst í vefjum. Eftir samtímis gjöf spírónólaktóns (2 mg/kg líkamsþyngdar) og benazepríl hýdróklóríðs (0,25 mg/kg líkamsþyngdar) var endanlegur helmingunartími benazeprílats (t½) í plasma 18 klst. Benazepríl og benazeprílat eru mikið bundin plasmapróteinum og í vefjum finnast þau helst í lifur og nýra.

Endurtekin gjöf benazepríls leiðir til smávægilegrar uppsöfnunar benazeprílats og jafnvægi næst innan fárra daga.

Brotthvarf

Spírónólaktón skilst fyrst og fremst út sem umbrotsefni. Plasmahreinsun canrenons og 7-α-tiometyl- spírónólaktóns er 1,5 l/klst./kg líkamsþyngdar og 0,9 l/klst./kg líkamsþyngdar í þeirri röð. Eftir að hundinum er gefið með inntöku geislamerkt spírónólaktón, skila 70% skammtsins sér í saur og 20% í þvagi.

Benazeprílat skilst út í galli og þvagi hjá hundum. Skert nýrnastarfsemi hefur ekki áhrif á úthreinsun benazeprílats hjá hundum og því þarf ekki að breyta skömmtum hjá hundum með skerta nýrnastarfsemi.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Laktósamónóhýdrat Örkristallaður sellulósi Póvídón K30 Gervinautakjötsbragðefni Samþjappanlegur sykur Crospovidon Magnesíumsterat

6.2Ósamrýmanleiki sem skiptir máli

Á ekki við.

6.3Geymsluþol

Geymsluþol dýralyfsins í söluumbúðum: 2 ár.

Geymsluþol eftir að innri umbúðir hafa verið rofnar: 6 mánuðir.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður dýralyfsins.

6.5Gerð og samsetning innri umbúða

Hvítt plastglas (HDPE), með barnaöryggisloki, í pappaöskju.

Pakkningastærðir eru 30 og 90 töflur.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarreglur vegna förgunar ónotaðra dýralyfja eða úrgangs sem til fellur við notkun þeirra

Farga skal ónotuðu dýralyfi eða úrgangi vegna dýralyfs í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Ceva Santé Animale 10, av. de la Ballastière 33500 Libourne Frakkland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/2/12/142/001 (1 x 30 töflur, 2,5 mg/20 mg)

EU/2/12/142/002 (1 x 90 töflur, 2,5 mg/20 mg)

EU/2/12/142/003 (1 x 30 töflur, 5 mg/40 mg)

EU/2/12/142/004 (1 x 90 töflur, 5 mg/40 mg)

EU/2/12/142/005 (1 x 30 töflur, 10 mg/80 mg)

EU/2/12/142/006 (1 x 90 töflur, 10 mg/80 mg)

9.DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 23/07/2012

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis:

10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um dýralyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/.

TAKMARKANIR Á SÖLU, DREIFINGU OG/EÐA NOTKUN

Á ekki við.

Athugasemdir