Parvoduk (live attenuated Muscovy duck parvovirus) – Fylgiseðill - QI01BD03

Updated on site: 09-Feb-2018

Nafn lyfs: Parvoduk
ATC: QI01BD03
Efni: live attenuated Muscovy duck parvovirus
Framleiðandi: Merial

FYLGISEÐILL FYRIR:

Parvoduk dreifu og leysi fyrir stungulyf, dreifu fyrir Muscovy endur.

1. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR

Markaðsleyfishafi: MERIAL

29 avenue Tony Garnier

69007 Lyon,

Frakkland

Framleiðandi sem ber ábyrgð á lokasamþykkt: MERIAL

Laboratory of Lyon Porte des Alpes Rue de l’Aviation,

69800 Saint-Priest Frakkland

2.HEITI DÝRALYFS

Parvoduk dreifa og leysir fyrir stungulyf, dreifu fyrir Muscovy endur.

3.VIRK(T) INNIHALDSEFNI OG ÖNNUR INNIHALDSEFNI

Hver blandaður 0,2 ml skammtur inniheldur:

Virkt innihaldsefni:

Lifandi veiklaður Muscovy anda parvoveirustofn GM 199 ...................................2.6–4.8 log10 CCID50*

(*) Cell culture infectious dose 50% (sá skammtur sem þarf til að sýkja 50% af frumum í rækt).

4.ÁBENDING(AR)

Virk ónæming hjá Muscovy öndum til að draga úr þyngdartapi og vefjaskemmdum vegna Muscovy anda parvoveiru og Derzsys sjúkdóms og einnig til að koma í veg fyrir dauðsföll ef mótefni frá móður eru ekki til staðar.

Upphaf ónæmis: 11 dögum eftir grunnbólusetningu.

Ending ónæmis: 26 dagar eftir grunnbólusetningu.

Sú ending ónæmis sem hefur sést verndar fugla það tímabil sem þeir eru mest smitnæmir fyrir Muscovy anda parvoveiru og Derszys sjúkdóm.

5.FRÁBENDINGAR

Dýralyfið má ekki gefa varpfuglum.

6.AUKAVERKANIR

Engar.

Gerið dýralækni viðvart ef vart verður alvarlegra aukaverkana eða aukaverkana sem ekki eru tilgreindar í fylgiseðlinum.

7.DÝRATEGUND(IR)

Muscovy endur.

8. SKAMMTAR FYRIR HVERJA DÝRATEGUND, ÍKOMULEIÐ(IR) OG AÐFERÐ VIÐ LYFJAGJÖF

Til notkunar undir húð.

Gefa skal einn 0,2 ml skammt með inndælingu undir húð í samræmi við eftirfarandi bólusetningaráætlun:

-Fyrsta bólusetning: við 1 dags aldur,

-Önnur bólusetning: við 17 daga aldur.

9.LEIÐBEININGAR UM RÉTTA LYFJAGJÖF

Hristið hettuglasið með mótefnavakadreifunni. Stingið holstingnum sem fylgir pokanum með leysinum í gegnum lok bæði glerhettuglassins og pokans til þess að tengja þau saman. Flytjið innihald glerhettuglassins yfir í pokann með leysinum. Fjarlægið síðan holstinginn úr báðum ílátunum. Hristið pokann varlega til þess að blanda mótefnavakadreifunni við leysinn. Eftir blöndun tengið pokann við háhraða inndælingartæki, sjálfvirkt eða hálfsjálfvirkt. Bóluefnið er þá tilbúið til notkunar. Eftir blöndun, notist innan 4 klukkustunda.

10.BIÐTÍMI FYRIR AFURÐANÝTINGU

Núll dagar.

11.GEYMSLUSKILYRÐI

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Mótefnavakadreifan:

Geymið og flytjið í kæli (2°C - 8°C).

Má ekki frjósa.

Verjið gegn ljósi.

Leysir:

Geymið við lægra hitastig en 25°C

Má ekki frjósa.

Verjið gegn ljósi.

12.SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ

Sérstakar varúðarreglur við notkun hjá dýrum: Eingöngu skal bólusetja heilbrigð dýr.

Bólusetja skal allan fuglahópinn til þess að draga úr hættunni á dreifingu bóluefnisstofnsins og endurröðun veiru.

Varp:

Bóluefnið má ekki gefa varpfuglum.

Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir:

Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um öryggi og verkun þessa bóluefnis við samtímis notkun neins annars dýralyfs. Ákvörðun um notkun þessa bóluefnis fyrir eða eftir notkun einhvers annars dýralyfs skal því tekin í hverju tilviki fyrir sig.

Ofskömmtun (einkenni, bráðameðferð, móteitur):

Engar aukaverkanir komu fram eftir að of stór skammtur var gefinn (tífaldur skammtur)

Ósamrýmanleiki:

Ekki má blanda þessu dýralyfi saman við önnur dýralyf.

13. SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VEGNA FÖRGUNAR ÓNOTAÐRA LYFJA EÐA ÚRGANGS, EF VIÐ Á

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi.

Leitið ráða hjá dýralækni um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

14.DAGSETNING SÍÐUSTU SAMÞYKKTAR FYLGISEÐILSINS

Ítarlegar upplýsingar um þetta dýralyf eru birtar á heimasíðu Lyfjastofnunar Evrópu (http://www.ema.europa.eu/).

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

15.AÐRAR UPPLÝSINGAR

Bóluefnið inniheldur lifandi veiklaða Muscovy anda parvoveiru. Það virkjar virkt og sérhæft ónæmi gegn Muscovy anda parvoveiru og Derszys sjúkdóm hjá bólusettum fuglum.

Ellefu erfðamörk (núkleótíð) á VP1 geni leyfa aðgreiningu á Parvoduk bóluefnisstofni frá ýmsum anda og gæsa parvóveirustofnum, eins og sýnt er hér að neðan.

Staðsetning á VP1

geni

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Parvoduk

A

G

T

C

T

A

T

C

G

A

G

Anda parvoveira

C

A

C

G

C

C

C

A

A

C

A

Gæsa parvoveira

C

T

C

G

C

C

C

A

A

T

A

Finna má bóluefnisstofninn í milta í að minnsta kosti 35 daga.

Í andarungum sem ekki eru með mótefni frá móður mun stök bólusetning á fyrsta degi leiða til upphafs ónæmis eftir 14 daga.

Ekki er hægt að útiloka að stöku sinnum verði smávægileg áhrif á vöxt þegar dagsgamlir andarungar sem ekki hafa mótefni frá móður eru bólusettir.

Pakkningastærðir:

Mótefnavakadreifa:

Pappaaskja með 10 hettuglösum með 500 skömmtum.

Pappaaskja með 1 hettuglasi með 2.500 skömmtum.

Leysir:

Pappaaskja með 10 pokum með 500 skömmtum.

Pappaaskja með 1 poka með 2.500 skömmtum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðsettar.

Athugasemdir